Breskum stjórnvöldum hefur verið afhent lík tveggja manna sem sagt er að hafi verið rænt í Írak í maí 2007. Ekki er búið að rannsaka líkin, en fullyrt er að þau séu af Bretum sem rænt var Írak.
David Miliband utanríkisráðherra Bretlands staðfesti í dag að lík af tveimur mönnum sem rænt var í Írak hefðu verið afhent. Hann sagði að rannsókn á líkunum væri ekki lokið, en fjölskyldur mannanna hefðu verið beðnar að undirbúa sig undir það versta.
Í frétt BBC segir að viðræður hafi staðið yfir snemma á þessu ári sem vonast var til þess að leiddu til þess að mennirnir yrðum leystir úr haldi. Ekki liggur fyrir hvenær mennirnir létust.