Skylda að hjálpa flóttamönnum

Páfinn minnti Vesturlönd á það í dag hversu hörmuleg aðstaða …
Páfinn minnti Vesturlönd á það í dag hversu hörmuleg aðstaða flóttamanna gæti oft verið. Reuters

Benedikt Páfi XVI minnti Vesturlönd á það í dag að þau hefðu skyldum að gegna gagnvart flóttamönnum þrátt fyrir efnahags- og félagslega erfiðleika vegna kreppunnar. Benedikt bað fyrir flóttamönnum og sagði aðstæður þeirra oft hörmulegar og stjórnvöld á Vesturlöndum þyrftu að gera sér grein fyrir vandanum.

Dagurinn í gær var í tileinkaður flóttamönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Auglýsingaherferð hefur verið í gangi undanfarnar þrjár vikur, út um allan heim, þar sem staða flóttamanna hefur verið skýrð og fólk vakið til umhugsunar. Ummæli páfans þóttu athyglisverð í ljósi þess að ítölsk yfirvöld hafa boða herta löggjöf gegn straumi flóttamanna til landsins, einkum frá Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka