Verða að binda enda á ástandið

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu.
Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu. OMAR SOBHANI

Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, skoraði fyrr í dag á stjórnvöld í Íran um að binda enda á pólitíska upplausn í landinu með friðsamlegum hætti. „Við höfum áhyggjur og erum í uppnámi vegna dauðsfalla í mótmælunum í Íran,“ sagði Frattini. Talið er að fleiri erlendir ráðherrar muni skora á stjórnvöld í Íran í dag.

Fréttir af því hversu margir hafa látið lífið í Teheran eru misvísandi. Bandaríska fréttastofan CNN heldur því fram að 19 hafi látist en stjórnvöld í Íran hafa gefið það út að 10 séu látin. Þá hefur BBC það eftir heimildarmönnum sínum a.m.k. 13 hafi látið lífið.

Mikil upplausn hefur verið í Teheran, höfuðborg Írans, síðan úrslit í forsetakosningunum voru gerð opinber. Hussein Mousavi, mótframbjóðandi Mamoud Ahmadinejad í forsetakosningum, tapaði. Hann sagði kosningaúrslitin hafa verið svik og pretti og krafðist nýrra kosninga. Á það voru stjórnvöld ekki tilbúin að fallast en sögðust tilbúin að telja um tíu prósent atkvæða að nýju. Það tilbúið var strax sagt ófullnægjandi að hálfu stuðningsmanna Mousavi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert