Grænland vill aukin samskipti við Bandaríkin

Margrét Danadrottning afhendir Josef Motzfeldt, forseta grænlenska þingsins, nýju sjálfsstjórnarlögin …
Margrét Danadrottning afhendir Josef Motzfeldt, forseta grænlenska þingsins, nýju sjálfsstjórnarlögin í Nuuk í gær. Reuters

Græn­lensk stjórn­völd stefna að því að auka sam­skipti sín við Banda­rík­in. Græn­lend­ing­ar fögnuðu í gær gildis­töku nýrra laga, sem veita þeim aukna sjálfs­stjórn í ríkja­sam­band­inu við Dan­mörku. 

Ku­upik Kleist, sem tók við ný­lega sem formaður græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, sagði að þótt sam­skipti Græn­lands og Banda­ríkj­anna hefðu stund­um verið stirð, aðallega vegna her­stöðvar Banda­ríkja­manna í Thule, hefðu þær deil­ur verið leyst­ar með samn­ingi árið 2004. 

Kleist sagði í Nuuk í gær, að Græn­lend­ing­ar myndu vænt­an­lega taka upp viðræður við banda­rísk stjórn­völd inn­an nokk­urra mánaða um ýmis sam­skipti land­anna, svo sem á sviði viðskipta og mennt­un­ar.  

Kleist sagði að Græn­lend­ing­ar þyrftu að opna dyr sín­ar og mynda tengsl við eins marg­ar þjóðir og mögu­legt væri. „Græn­land er þátt­tak­andi í alþjóðasam­fé­lag­inu, einkum í umræðunni um hlýn­un and­rúms­lofts­ins," sagði hann.

Dan­ir samþykktu árið 1979 að Græn­lend­ing­ar fengju heima­stjórn og þar með auk­in yf­ir­ráð yfir nátt­úru­auðlind­um sín­um, svo sem olíu, gasi, gulli og demönt­um. Banda­rísk­ir vís­inda­menn telja, að norður­hluti Græn­lands sé auðugur af olíu og gasi. 

Friðrik krónprins Dana og Mary krónprinsessa voru viðstödd hátíðarhöldin í …
Friðrik krón­prins Dana og Mary krón­prins­essa voru viðstödd hátíðar­höld­in í Nuuk. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert