Sarkozy: Búrka tákn undirgefni

Kona með búrku.
Kona með búrku. Reuters

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði á franska þinginu í dag að búrka, klæðnaður múslímakvenna, sé ekki velkomin í Frakklandi þar sem klæðnaðurinn sé ekki táknrænn fyrir trú heldur undirgefni kvenna.

„Við getum ekki sætt okkur við það í okkar landi að konur séu fangar á bak við net, útilokaðar frá öllu félaglífi og sviptar sjálfsímynd,” sagði hann. „Slíkt samræmist ekki hugmyndum Frakka um reisn konunnar. Búrka er ekki tákn um trú, búrka er tákn um undirgefni. Hún er ekki velkomin á frönsku yfirráðasvæði.”

Sarkozy sagði á sérstökum fundi franska þingsins að hann væri hlynntur því að fram færi sérstök rannsókn á því hvort klæðnaður múslímakvenna, sem hylur allan líkama þeirra, grafi undan kvenréttindum og aðskilnaði ríkis og trúarbragða í landinu.

 Hann áréttaði þó að múslímar verði að njóta sömu réttinda og virðingar í landinu og fólk sem tilheyri öðrum trúarbrögðum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert