Sarkozy: Búrka tákn undirgefni

Kona með búrku.
Kona með búrku. Reuters

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði á franska þinginu í dag að búrka, klæðnaður múslímakvenna, sé ekki velkomin í Frakklandi þar sem klæðnaðurinn sé ekki táknrænn fyrir trú heldur undirgefni kvenna.

Sarkozy sagði á sérstökum fundi franska þingsins að hann væri hlynntur því að fram færi sérstök rannsókn á því hvort klæðnaður múslímakvenna, sem hylur allan líkama þeirra, grafi undan kvenréttindum og aðskilnaði ríkis og trúarbragða í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert