Eva Joly: Botninum ekki náð

Eva Joly segir að botninum sé ekki náð.
Eva Joly segir að botninum sé ekki náð. mbl.is/Ómar

Eva Joly hef­ur í mörg horn að líta þessa dag­ana og í gær bætti hún enn einu verk­efni á sig þegar hún fékk stöðu við há­skól­ann í Tromsø í Norður Nor­egi. Sjálf seg­ist hún vera und­ir það búin að kenna og hélt op­inn fyr­ir­lest­ur um krepp­una, spill­ingu og skattap­ara­dís­ir.

Á heimasíðu há­skól­ans seg­ir að fyr­ir­lest­ur­inn hafi verið svo fjöl­sótt­ur að flytja þurfti hann í stærri sal. „Fáir ein­stak­ling­ar hafa rænt til sín mikl­um fjár­mun­um með því að halda því fram að þjón­usta þeirra sé al­ger­lega nauðsyn­leg," sagði Joly í fyr­ir­lestr­in­um og beindi þar spjót­un­um að banka­stjór­um í stór­um bönk­um sem hafa koll­keyrt hag­kerfið en sleppa svo sjálf­ir á háum eft­ir­laun­um og bón­us­greiðslum.

„Þegar Banda­rík­in hnerra fær rest­in af heim­in­um kvef," sagði Joly og benti á að Banda­rík­in hefðu 25% af brúttó þjóðarfram­leiðslu heims­ins og að 72% af þjóðarfram­leiðslu Banda­ríkj­anna væri byggð á neyslu, neyslu sem minnkaði í takt við þau 1,1 millj­ón störf sem nú hyrfu í því landi í hverj­um mánuði.

Kunn­ug­leg bjart­sýni

„Verðbréfa­markaðirn­ir hafa rústað um helm­ing af þjóðarfram­leiðslu þessa heims síðan í júlí 2007. Þessi var­færna bjart­sýni sem við verðum vör við núna er eitt­hvað sem við sáum einnig á fjórða ára­tugn­um þegar menn sann­færðu sjálfa sig um að allt myndi lag­ast. Ég er hins veg­ar viss um að botn­in­um sé ekki náð," sagði Eva Joly.

Heimasíða Há­skól­ans í Tromsø.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert