Hefur aldrei greitt fyrir kynlíf

Silvio Berlusconi segist aldrei hafa greitt konum fyrir kynlíf.
Silvio Berlusconi segist aldrei hafa greitt konum fyrir kynlíf. Reuters

Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi tilkynnti í dag að hann hafi aldrei greitt konu fyrir kynlíf. Tilefni ummælanna var að nú stendur yfir rannsókn á því hvort hann hafi greitt svokölluðum fylgdarkonum.

„Ég hef aldrei greitt konu," sagði Berlusconi í viðtali sem mun birtast á morgun. „Ég fæ ekki séð hvaða ánægja getur fylgt því ef ekki fylgir ánægjan sem fylgir því að vinna hylli (kvenna)," sagði hann í samtali við slúðurblaðið Chi.

Hinn 72 ára gamli milljarðamæringur er flæktur í mörg hneykslismál, frá tengslum við unglingsstúlku sem er upprennandi fyrirsæta til flókins skilnaðarmáls.

Dagblaðið Corriere della Sera hafði í síðustu viku eftir fylgdarkonunni Patriziu D'Addario að hún hefði tvisvar verið pöntuð á heimili Berlusconi í Róm og heitið 2000 evrum fyrir hverja heimsókn.

Ítalskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að rannsóknarlögreglan í Bari hafi yfirheyrt D'Addario og þrjár aðrar ungar stúlkur sem segjast einnig hafa verið pantaðar í samkvæmi á heimili Berlusconi.

Berlusconi segir að einhver fjandmaður hans hafi lagt á ráðin með að greiða ungfrú D'Addario fyrir þennan framburð hennar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert