Tugir fórust í sprengjuárás í Írak

Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Sadrborg þar sem sjíamúslimar búa.
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Sadrborg þar sem sjíamúslimar búa. Reuters

Að minnsta kosti 55 manns létu lífið og 116 særðust þegar sprengja sprakk á markaðstorgi í Bagdad, höfuðborg Íraks, síðdegis í dag. Árásin var gerð í úthverfinu Sadrborg en sprengjunni mun hafa verið komið fyrir á vélknúnum vagni undir grænmetisfarmi.

Embættismaður segir, að konur og börn hafi látið lífið í sprengingunni. Maðurinn, sem ók vagninum á markaðstorgið komst hins vegar undan.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert