Flóð í Evrópu

Mikið hefur rignt í Mið-Evrópu í vikunni og létu sex manns lífið í flóðum í Tékklandi síðustu nótt. Albertina safnið í Vín hefur fjarlægt um 950.000 málverk úr kjallara sínum í varúðarskyni.

Mikið rignir enn í Tékklandi og spáð er að rigningin muni halda áfram fram yfir helgi. Flóð eru víða í landinu og hefur fólki verið bjargað af heimilum sínum.

Í nágrannaríkinu Austurríki hefur eitthvað stytt upp í bili en því er þó spáð að þar er þó spáð meiri rigningu. Leki hafði komið að kjallara Albertina safnsins og því var ákveðið að fjarlægja málverk sem þar voru. Ekkert málverk hafði þó orðið fyrir skemmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert