Handtóku stjörnuspeking fyrir slæma spádóma

Bandara þótti of bölsýnn í garð ríkisstjórnarinnar.
Bandara þótti of bölsýnn í garð ríkisstjórnarinnar. Reuters

Lögreglan á Sri Lanka segist hafa handtekið stjörnuspeking sökum þess að hann spáir því að ríkisstjórn forsetans, Mahinda Rajapakse, stefni í mjög alvarleg stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál á næstunni.

Stjörnuspekingurinn, Chandrasiri Bandara skrifar spádóma sína í pistlum í vikublaði sem er hlynnt stjórnarandstöðunni.

Rannsóknarlögregla landsins mun nú yfirheyra stjörnuspekinginn en í yfirlýsingu lögreglunnar segist hún vilja komast til botns í því á hverju hann byggi spádóma sína.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka