Handtóku stjörnuspeking fyrir slæma spádóma

Bandara þótti of bölsýnn í garð ríkisstjórnarinnar.
Bandara þótti of bölsýnn í garð ríkisstjórnarinnar. Reuters

Lög­regl­an á Sri Lanka seg­ist hafa hand­tekið stjörnu­spek­ing sök­um þess að hann spá­ir því að rík­is­stjórn for­set­ans, Mahinda Rajapak­se, stefni í mjög al­var­leg stjórn­mála­leg og efna­hags­leg vanda­mál á næst­unni.

Stjörnu­spek­ing­ur­inn, Chand­ras­iri Band­ara skrif­ar spá­dóma sína í pistl­um í viku­blaði sem er hlynnt stjórn­ar­and­stöðunni.

Rann­sókn­ar­lög­regla lands­ins mun nú yf­ir­heyra stjörnu­spek­ing­inn en í yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar seg­ist hún vilja kom­ast til botns í því á hverju hann byggi spá­dóma sína.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert