Mótmælendur fyrir utan sendiráð Írans í Stokkhólmi hafa staðið þar í mótmælaskyni undan farna daga. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram þar til klukkan fjögur í dag þegar fólk tók að grýta sendiráðið og ráðast inn á lóðina.
Samkvæmt Dagens Nyheter þurfti lögreglan að kalla eftir liðsauka. Ekki er ljóst hvort margir hafi verið handteknir eða verði handteknir, margir mótmælanda hylja andlit sitt.