Þrettán hæða fjölbýlishús í kínversku borginni Sjanghæ féll á hliðina í dag. Einn lét lífið, verkamaður sem vann í byggingunni. Atvikið vekur upp grunsemdir um að ekki sé ávallt farið eftir ströngustu öryggiskröfum við framkvæmdir sem hafa verið verulegar á undanförnum misserum.