Óttast er að allt að fimm manns hafi látið lífið eftir að tveir bílar rákust saman í jarðgöngum undir Eiksund á Sunnmøre í Noregi í kvöld. Eldur kviknaði í bílunum í kjölfarið.
Mikill viðbúnaður er vegna slyssins en lögregla segir, að enginn hafi komist lífs af. Ekki var vitað með vissu hve margir voru í bílunum tveimur en lögregla segir að þeir hafi verið þrír til fimm.
Eiksundgöngin eru dýpstu neðansjávargöng í heimi og liggja á milli eyjanna Eika og Yksnøya og Berknesskaga.