Elsti Evrópubúinn látinn

Hin ítalska Lucia Lauria er látin, 113 ára, þriggja mánaða og 24 daga gömul. Var hún elsti Evrópubúinn á lífi. Lauria lést í þorpinu Pietrapertosa í Basilicata-héraði Ítaliu en þar fæddist hún þann 4. mars 1896.

Lauria lætur eftir sig tvö börn, bæði á níræðisaldri.

Hin franska Eugenie Blanchard er nokkrum vikum eldri en Lauria en þar sem hún er búsett í Guadaloupe í Karíbahafi hefur verið litið svo á að Lauria hafi verið elst Evrópubúa. Ensk kona, Florrie Baldwin, er nú elsta núlifandi manneskjan í Evrópu en hún er 27 dögum yngri en Lauria, fædd 31. mars 1896.

Elsti núlifandi maðurinn er hin bandaríska Gertrude Baines. Hún er 115 ára gömul.

Eru upplýsingarnar um elsta fólk heims hafðar eftir Gerontology Research Group.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert