Hæstiréttur Hondúras fyrirskipaði handtöku forsetans

Stuðningsmaður forsetans mótmælir framan við forsetahöll Hondúras.
Stuðningsmaður forsetans mótmælir framan við forsetahöll Hondúras. Reuters

Hæstirétt­ur Hond­úras seg­ist hafa mælt fyr­ir um það við her­inn, að Manu­el Zelaya skyldi fjar­lægður úr for­seta­embætti. Þing lands­ins mun í kvöld fjalla um til­lögu þess efn­is, að Roberto Micheletti, for­seti þings­ins, verði út­nefnd­ur for­seti lands­ins. 

Her­menn um­kringdu for­seta­höll­ina snemma í morg­un, hand­tóku for­set­ann og fluttu hann á herflug­völl. Þar var hann sett­ur um borð í flug­vél, sem flaug til ná­granna­rík­is­ins Kosta Ríka.

Zelaya sagðist í kvöld vera rétt­mæt­ur leiðtogi Hond­úras þrátt fyr­ir at­b­urði dags­ins. 

Hæstirétt­ur Hond­úras sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu síðdeg­is þar sem hann sagðist hafa fyr­ir­skipað að for­set­inn yrði fjar­lægður úr embætti. Rétt­ur­inn hafði áður úr­sk­urðað, að þjóðar­at­kvæðagreiðsla, sem Zelaya ætlaði að standa fyr­ir í dag um að hann gæti verið leng­ur í embætti en eitt kjör­tíma­bil, væri ólög­leg.

Í yf­ir­lýs­ingu rétt­ar­ins seg­ir, að her­inn, sem eigi að styðja stjórn­ar­skrá lands­ins, hafi gripið til aðgerða til að viðhalda lög­um og reglu.

Stuðningsmenn Zelaya lögðust á götur til að stöðva ökutæki hersins.
Stuðnings­menn Zelaya lögðust á göt­ur til að stöðva öku­tæki hers­ins. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert