Sádi-Arabar sporna við hjónavígslum barna

Rík­is­stjórn Sádi-Ar­ab­íu vinn­ur nú að nýj­um regl­um um lág­marks­ald­ur til að ganga í hjóna­band. Er þetta gert í þeim til­gangi að sporna við að ung börn gangi í það heil­aga.

Band­ar al-Ai­b­an, formaður nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um mann­rétt­indi, seg­ir að þrátt fyr­ir að barna­hjóna­vígsl­ur sé fátíðar sé málið áhyggju­efni. Til umræðu er að hjóna­vígsluald­ur í land­inu verði 16 til 18 ár sam­kvæmt nýju regl­un­um.

Ai­b­an seg­ir vand­an liggja í því að sharía­l­ög múslima, sem eru grund­völl­ur sádi-ar­ab­íska rétt­ar­kerf­is­ins, kveði hvergi á um bann við að börn gangi í hjóna­band. Nýj­ar regl­ur um þetta þurfi að móta í sam­ræmi við meg­in­gildi sharía­l­ag­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka