Sádi-Arabar sporna við hjónavígslum barna

Ríkisstjórn Sádi-Arabíu vinnur nú að nýjum reglum um lágmarksaldur til að ganga í hjónaband. Er þetta gert í þeim tilgangi að sporna við að ung börn gangi í það heilaga.

Bandar al-Aiban, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um mannréttindi, segir að þrátt fyrir að barnahjónavígslur sé fátíðar sé málið áhyggjuefni. Til umræðu er að hjónavígslualdur í landinu verði 16 til 18 ár samkvæmt nýju reglunum.

Aiban segir vandan liggja í því að sharíalög múslima, sem eru grundvöllur sádi-arabíska réttarkerfisins, kveði hvergi á um bann við að börn gangi í hjónaband. Nýjar reglur um þetta þurfi að móta í samræmi við megingildi sharíalaganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert