Dresden hent út

AP

Heimsfriðunarnefnd Sameinuðu þjóðanna, Unesco, hittist á fundum í Sevilla á Spáni þessa dagana. Eitt af því sem hefur verið ákvaðið er að henda þýsku borginni Dresden út af listanum.

Er þetta í fyrsta sinn sem staður er tekinn út af listanum án þess að hafa beðið um það fyrst. Ákvörðunin er því söguleg.

Reyndar barðist bæjarstjóri Dresden fyrir því fram í raun dauðann að borginni yrði haldið inni á listanum.

Ástæða þess að borgin verður fjarlægð af listanum er bygging stórrar brúar sem á að létta umferðina um Dresden.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert