Myrtu fjölskyldu eftir brúðkaup

Sæmdarmorð á konum tíðkast enn í Pakistan og víðar.
Sæmdarmorð á konum tíðkast enn í Pakistan og víðar. Reuters

Pakistönsk unglingsstúlka sem hafði hlaupist að heiman og gengið í hjónaband án samþykkis foreldra var í morgun skotin til bana af ættingjum sínum á hinu nýja heimili sínu. Morðingjarnir drápu einnig eiginmann hennar og tengdaforeldra.

Samkvæmt pakistönsku lögreglunni gerðu tugir ættingja stúlkunnar árás á heimili brúðgumans, þeir komu klæddir í lögreglubúninga og börðu fjölskyldumeðlimi til óbóta áður en þeir tóku þá af lífi.

Stúlkan var samkvæmt AFP fréttastofunni 18 til 19 ára og brúðguminn um þrítugt.

Mannréttindasamtök fordæma sæmdarmorð

Mannréttindasamtök hafa fordæmt sæmdarmorð í Pakistan sem að sögn kosta mörg hundruð kvenna lífið á árið hverju.

Amnesty International segir mörg morðanna séu aldrei rannsökuð og að í flestum tilfellum sleppi morðingjarnir sem yfirleitt eru nákomnir ættingjar, án refsingar.

Pervez Musharraf, þáverandi forseti setti lög sem bönnuðu sæmdarmorð og hljóta þeir sem dæmdir eru sekir dauðarefsingu.

Sæmdarmorð eru að sögn Amnesty International algeng í Pakistan þrátt …
Sæmdarmorð eru að sögn Amnesty International algeng í Pakistan þrátt fyrir dauðarefsingu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert