Fjórðungur s-afrískra karla hefur gerst sekur um nauðgun

Einn af hverjum fjórum karlmönnum í Suður-Afríku hefur nauðgað einni konu eða fleiri. Er þetta niðurstaða rannsóknar á vegum þarlendra yfirvalda.

Frá þessu greinir CNN á vef sínum.

Í bænum Alexandra, í Gauteng-héraði, var rætt við menn sem viðurkenndu fúslega að gerst sekir um nauðgun. Á viðtölum við þá mátti heyra að þeir litu ekki svo á að þeir hefðu gert neitt rangt. Þeir sögðust aldir upp við megna kvenfyrirlitningu og þykir eðlilegt að misþyrma konum og koma fram þær sem annars flokks borgara.

Einn mannana sem rætt var við sagðist hafa ásamt þremur vinum sínum nauðgað stúlku sem hann hitti í samkvæmi.

„Þetta var ekkert vandamál fyrir mig en þegar ég fór á salernið og kom að þriðja manninum uppteknum við hana fannst mér eins og þetta væri vandamál því hún grét, hún var ekki ánægð,“ sagði maðurinn.

„Ég segi við sjálfan mig að það sé ekkert í lífinu sem ég get ekki fengið, jafnvel fallega konu vegna þess að þegar maður reynir fyrir sér við þær láta viðbrögð þeirra manni finnast maður vera einskis virði. Þess vegna ákveðum við að gera þetta svona, hafa samfarir við þær gegn vilja þeirra,“ sagði félagi mannsins.

Mennirnir sem við var rætt hafa allir setið í fangelsi en aldrei verið dæmdir fyrir nauðgun. 

Frásögn mannanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka