Stúlkubörn í suðurhluta Kína hafa verið tekin frá foreldrum sínum sem ekki fóru eftir lögunum um fjölskyldustærð. Um var að ræða tugi ungbarna sem síðan voru seld úr landi, að því er könnun á vegum blaðsins Nanfang dushi bao leiddi í ljós.
Börnin voru tekin þar sem foreldrarnir gátu ekki borgað háa sekt sem þeim var gert að greiða fyrir að eignast of mörg börn. Foreldrar á landsbyggðinni mega eignast tvö börn en í borgum má barnið bara vera eitt. Sektin er um þrjú þúsund dollarar en það eru margfaldar árstekjur bænda.
Nær 80 stúlkubörn voru tekin frá foreldrum sínum í Guizhou héraðinu. Börnunum var fyrst komið fyrir á munaðarleysingjahælum og þau síðan ættleidd til Bandaríkjanna og fjölda Evrópulanda.
Börnin voru seld fyrir um þrjú þúsund dollara og skiptu starfsmenn munaðarleysingjahælanna og embættismenn fénu á milli sín.