Félagar í mannréttindasamtökunum Amnesty International mótmæltu dauðarefsingum í Hvíta-Rússlandi fyrir utan sendiráð landsins í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Dauðarefsingar Hvít-Rússa brjóta gegn banni Evrópuráðsins við dauðarefsingum í Evrópu.
„Við viljum minna fólk á að 400 aftökur hafa verið framkvæmdar í Hvíta-Rússlandi síðan 1991,“ segir talskona Amnesty International, Jane Lezina.
Eru þetta samkvæmt mati samtakanna en nákvæmar tölur eru ekki fyrir hendi. Samkvæmt Hvít-Rússneskum lögum þarf ekki að gera upplýsingar um aftökur í landinu opinberar og mannréttindasinnar segja aðstandendur hvorki fá hina líflátnu til greftrunar né látna vita hvar þeir eru jarðaðir. Þeir sem dæmdir eru til dauða er skotnir af aftökusveit.