Fyrrum varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, Sarah Palin, kom ýmsum á óvart nú áðan er hún tilkynnti að hún myndi láta af störfum sem ríkisstjóri Alaska innan nokkurra vikna og hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri.
Mun Sean Parnell taka við ríkisstjórastarfinu af Palin en samkvæmt heimildum fjölmiðla í Alaska hættir Palin þann 25. júlí nk.
Palin tilkynnti þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Wasilla í Alaska. Hún segist með þessu vilja koma breytingum til framkvæmda í stað þess að berja höfðinu við steininn og eyða um leið dýrmætum tíma og fjármunum ríkisins.