Páfinn hefur ekki sloppið undan afleiðingum efnahagslægðarinnar frekar en aðrir, þar sem framlög til Vatikansins hafa dalað samkvæmt tölum sem opinberaðar voru í dag.
Eftir árið 2008 stendur Vatikanið upp með 15 milljóna evru tekjuhalla og hefur „rétt eins og önnur ríki orðið fyrir áhrifum frá kreppunni,“ segir í yfirlýsingu.
Gjafir frá öðrum kirkjum til þessa höfuðvígis Rómönsk-Kaþólsku kirkjunnar hafa minnkað verulega og námu alls 54 milljónum evra á árinu að sögn Vatikansins. Hið svokallaða Heilaga sæti, æðsti dómstóll Páfagarðs sem er aðskilin Vatikaninu í rekstri kemur hinsvegar betur undan kreppunni með 911.510 evru tekjuhalla.
Stærstu fjárframlög síðasta árs til Páfagarðs voru frá bandarískum, ítölskum og þýskum kaþólikkum en þau lönd þar sem flestir létu samtals eitthvað af hendi rakna voru Suður-Kórea og Japan.