Persónulegar upplýsingar um næsta yfirmann bresku leyniþjónustunnar, MI6, John Sawers, hafa verið teknar úr á Facebook. Í breska blaðinu Mail on Sunday kemur fram að eiginkona hans, Shelley Sawers, hafi sett inn upplýsingar um börn þeirra og hvar þau hjónin búa á Facebook en nú sé búið að hreinsa þær upplýsingar út. Eins er búið að taka út myndir af fjölskyldunni í sumarfrí en þetta var gert eftir að blaðið hafði samband við bresku utanríkisþjónustuna vegna málsins.
Patrick Mercer, þingmaður Íhaldsflokksins og nefndarformaður varnarmálanefndar, segir í samtali við BBC að það veki spurningar þegar slíkar upplýsingar eru að finna á opnum samskiptavefjum líkt og Facebook. Til að mynda staðsetning heimilis sem hryðjuverkamenn geta kynnt sér.
Miklum fjármunum sé varið í að verja hann og fjölskyldu hann á undanförnum árum. Nú virðist það ekki skipta máli.