Um 150 farþegar á skemmtiferðaskipinu Marco Polo, sem er fyrir utan Invergordon í Skotlandi, eru með uppköst og niðurgang. Talið er að þeir séu sýktir af nóróveirunni svokölluðu.
Tveir farþeganna hafa verið fluttir á sjúkrahús en hinir fá aðhlynningu um borð. Sjötíu og fjögurra ára gamall Englendingur lést um borð í skipinu í dag en andlát hans tengist ekki veikindum hinna farþeganna. Hann lést af völdum hjartaáfalls, að sögn fyrirtækisins Transocean Tours.
Alls eru 769 farþegar á skemmiferðaskipinu og 340 skipverjar.