Að minnsta kosti 140 hafa fallið í óeirðum Uighura, sem eru íslamskrar trúar, í Xinjiang héraði, að sögn kínverskra stjórnvalda. Þetta eru mannskæðustu óeirðir vegna þjóðernisátaka í landinu sem sögur fara af svo áratugum skiptir.
Þúsundir manna tóku í óeirðum í héraðshöfuðborginni Urumqi á sunnudag. Kínverska fréttastofan Xinhua telur að tala látinna muni líklega hækka. Að hennar sögn slösuðust meira en 800 manns í átökunum. Mörg hundruð voru handtekin vegna þátttöku í óeirðunum.