Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims, G8 hópsins, ákváðu á fundi í bænum L'Aquila á Ítalíu dag, að draga mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnt er að því að minnka losun í heiminum um helming fyrir árið 2050 og iðnríkin hyggjast bera hitann og þungann af þeim aðgerðum með því að draga úr mengun heima fyrir um 80% á þeim tíma.
Markmið G8 ríkjanna með þessum aðgerðum er að kom í veg fyrir meiri hlýnun en 2 gráður á jörðinni til ársins 2050.