Kanada ver milljörðum í hernað

Toronto í Kanada.
Toronto í Kanada. Reuters

Yf­ir­völd í Kan­ada til­kynntu í dag að til stæði að verja um 5 millj­örðum kanadískra doll­ara í að upp­færa tækja­búnað hers­ins.

Um 650 til 800 ný far­ar­tæki verða fram­leidd sem hluti af „nýrri kyn­slóð“ her­sveita lands­ins að sögn varn­ar­málaráðherra Kan­ada, Peter MacKay. Þá verður um millj­arði kanadískra doll­ara varið í að styrkja her­inn sjálf­an og bæta hreyf­an­leika þeirra 630 bryn­vörðu far­ar­tækja sem nú þegar eru í notk­un, fyrst og fremst í Af­gan­ist­an. 

„Ný­leg reynsla kanadískra her­sveita og annarra þjóða í Af­gan­ist­an sýna okk­ur trekk í trekk að það er stöðug þörf fyr­ir ræki­lega bryn­v­arðann en um leið mjög hreyf­an­leg öku­tæki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins.

Gert er ráð fyr­ir að nýju hernaðar­tól­in verði til­bú­in og tek­in í notk­un á tíma­bil­inu frá byrj­un árs 2012 fram til 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert