Rússar skutu niður eigin vélar

Úr Georgíustríðinu.
Úr Georgíustríðinu. Reuters

Rússneski herinn skaut niður þrjár af flugvélunum sex sem hann missti í Georgíustríðinu í ágúst, að því er haldið er fram í nýrri grein í rússnesku tímariti um varnarmál. 

Fjallað er um málið á vef breska útvarpsins, BBC, en þar segir að í greininni, sem birtist í tímaritinu Moscow Defence Brief, sé fullyrt að herinn hafi misst sex flugvélar í stríðinu en ekki fjórar eins og haldið hefur verið fram.

Höfundar greinarinnar eru varnarmálasérfræðingar við Centre for Analysis of Strategy í Moskvu en þeir færa rök fyrir því að rússneski herinn hafi gerst sekur um mikil mistök í átökunum.

Samvinnu land- og flughers hafi verið ábótavant með áðurgreindum afleiðingum.

Mannfall í liði Rússa í átökunum hefur leitt til vangaveltna um það hvernig hernum riði af gegn öflugri her en liði Georgíumanna.

Nálgast má tímaritið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert