Tyrkir mótmæla ástandinu í Xinjiang

Þúsundir Tyrkja og útlægra Uighur-manna tóku þátt í götumótmælum gegn meintu ofbeldi gegn Uighur-mönnum í Xinjiang-héraði í Kína í Tyrklandi í dag. Kveiktu mótmælendur m.a. í kínverskum fánum og kínverskum vörum.

Fjölmennust voru mótmælin við Fatih moskuna í Istanbul þar sem um 5.000 manns höfðu komið saman til að biðja fyrir þeim Uighur-mönnum sem látið hafa lífið í átökum í héraðinu.

Um 200 manns tóku þátt í samsvarandi samkomu í Beyazit moskunni í Istanbul og um 700 í Kocatepe moskunni í Ankara.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Xinjiang og einn tyrkneskur ráðherra hefur hvatt til þess að Tyrkir sniðgangi kínverskar vörur vegna málsins. Hann bætti því þó við að hann talaði í eigin nafni en ekki yfirvalda í Tyklandi.

Sterk menningartengsl eru á milli Tyrkja og Uighur-manna, sem eru múslímar og eru tungumál þeirra mjög skyld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert