Öldruð kona féll af brú og lést

85 ára gömul kona lést í Porsgrunn, sunnan við Osló í Noregi í dag eftir að hún féll niður af fellibrú, þegar hún var opnuð fyrir siglandi bát.

Konan var á leiðinni yfir brúna með göngugrindina sína þegar brúin reis. Við það rann konan til og féll niður í brúarvirkið fyrir neðan. Hún fannst nokkrum mínútum síðar og var þá látin, að því er norska dagblaðið VG greinir frá.

Lögreglan hefur hafið rannsókn á því hvernig þetta gat hent en að hennar sögn áttu öryggisatriði við brúna að vera í góðu lagi, s.s. hljóðmerki, varúðarljós og vaktskýli. Nú leitar lögregla ferðamanna sem voru í nágrenninu og munu hafa fest atburðinn á myndband. Fjöldi vitna varð að því þegar konan féll, bæði frá bátum og bílum í nágrenni brúarinnar. Þau verða yfirheyrð sem og vaktfólkið sem sér um að opna brúna.

Algengt mun vera að þeir sem eru fótgangandi, hjólreiðafólk og ökumenn hundsi rauða ljósið yfir brúnni sem gefur til kynna að hún sé við það að opna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert