Óöld í Bagdad

Fjórir hafa týnt lífi og 32 særst í sex sprengjuárásum á kirkjur í Bagdad síðasta sólarhringinn. Fyrsta sprengingin varð í St. Josephs kirkju í vesturhluta borgarinnar en engin var í henni þegar tvær sprengjur sprungu.

Fjallað er um ódæðin á vef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN en þar segir að hluti um milljón kristinna Íraka hafi flúið land eftir að hafa orðið skotspónn ofstækismanna.

Þá segir á vef New York Times að sendiherra Bandaríkjanna í Írak hafi sloppið naumlega þegar vegasprengja sprakk við bílalest hans í borginni Nasiriya.

Þar af hafi fjöldi kristinna Íraka flúið borgina Mosul í október eftir ítrekaðar hótanir og árásir öfgamanna. 

Þá var embættismaðurinn Rizko Aziz Nissan skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í borginni Kirkuk í morgun. Ekkert er vitað um tilefnið.

Sjónvarpsstöðin hefur eftir Írakanum Sabhan George, sem er kristinn, að engir kristnir Írakar verði eftir í landinu haldi árásirnar áfram.   

Babakir Zebari, yfirmaður íraska hersins, varar við því að ódæðisverk verði framin í landinu næstu árin.

Nunna biðst fyrir við eina kirkjuna sem árás var gerð …
Nunna biðst fyrir við eina kirkjuna sem árás var gerð á í Bagdad. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert