Sprengja verksmiðju fái þeir ekki starfslokagreiðslu

Peugeot
Peugeot Reuters

Starfsmenn gjaldþrota franskrar bílavarahlutaverksmiðju hafa hótað að sprengja verksmiðjuna í loft upp nema bílaframleiðendurnir Renault og PSA-Peugeot greiði þeim starfslokagreiðslu. Þetta er haft eftir fulltrúa verkalýðsfélags þar í landi.

Hinir 366 starfsmenn New Fabris í Chatellerault, í Suðvestur-Frakklandi, hafa yfirtekið verksmiðjuna og krefjast þess að bílarisarnir, hverra viðskipti svöruðu til 90% framleiðslunnar, greiði hverjum starfsmanni 30.000 evrur eða rúmar fimm milljónir króna.

„Inni í verksmiðjunni eru gaskútar. Allt hefur verið undirbúið fyrir sprengingu,“ nema orðið verði við kröfunum fyrir 31.júlí, að sögn Guy Eyermann, fulltrúi verkalýðsfélagsins.

Í verksmiðjunni eru taldir vera bílavarahlutir að virði tveggja milljóna evra, auk þess sem þar er ný vél frá Renault, sem metin er á tvær milljónir til viðbótar.

„Við ætlum ekki að láta PSA og Renault bíða bara þangað til í ágúst eða september til að endurheimta þá varahlutina og vélarnar,“  segir Eyermann. „Ef við fáum ekkert, þá fá þeir ekkert.“

Starfsmennirnir vonast til að stjórnvöld þrýsti á bílaframleiðendurna, sem báðir hafa fengið fé frá ríkinu vegna efnahagslægðarinnar. Starfsmenn New Fabris fullyrða að Renault og PSA hafi greitt 30.000 evrur til 200 starfsmanna sem sagt var upp hjá annarri sambærilegri verksmiðju, Rencast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert