Svínaflensa í Færeyjum

Sýni voru tekin úr fólki þar sem það sat í …
Sýni voru tekin úr fólki þar sem það sat í bílum sínum á bílastæði við Landssjúkrahúsið í Þórshöfn. Mynd portal.fo

Svínaflensan eða H1N1 veiran er komin til Færeyja. Sýni voru fyrir helgi tekin úr öllum börnum og starfsfólki leikskóla í Hoyvík en faðir barns á leikskólanum hefur greinst með flensuna. Maðurinn var þá nýkominn úr ferðalagi frá útlöndum.

Ákveðið var að kalla foreldra allra barnanna á leikskólanum á Landssjúkrahúsið til sýnatöku. Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að þeir sem voru boðaðir í sýnatöku hafi verið beðnir að koma ekki inn á Landssjúkrahúsið vegna smithættu en sýni voru tekin úr fólkinu úti á bílastæði sjúkrahússins. Niðurstaða úr sýnatökunni liggur ekki fyrir en ákveðið hefur verið að öll börnin og foreldrar þeirra fái fyrirbyggjandi meðferð.

Frétt portal.fo

Frétt Dimmalætting

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert