Fá rigningardagana endurgreidda

Reuters

Tvær fransk­ar ferðaskrif­stof­ur bjóða nú upp á góðviðris­trygg­ingu fyr­ir viðskipta­vini sína. Þeir munu þannig fá hluta ferðakostnaðar­ins end­ur­greidd­an ef meira en fjór­ir rign­ing­ar­dag­ar eru í einni viku ferðar­inn­ar. 

Gervi­hnatta­mynd­ir frönsku veður­stof­unn­ar verða notaðar til að reikna út hversu mikla end­ur­greiðslu viðskipta­vin­ir Pier­re & Vacances og FranceLoc skulu fá. End­ur­greiðslan mun því koma sjálf­krafa með ávís­un nokkr­um dög­um eft­ir heim­komu, upp á allt að 400 evr­ur ef „veðurfar stend­ur ekki und­ir vænt­ing­um“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ferðaskrif­stof­un­um.

Maður­inn á bak við hug­mynd­in, Herv Kayser, sagði franska dag­blaðinu Le Fig­aro að í könn­un sem gerð var í fyrra hefði komið í ljós að einn af hverj­um tíu sem leist vel á þessa trygg­ingu, hafði orðið fyr­ir nægi­lega mik­illi rign­ingu í frí­inu til að eiga rétt á end­ur­greiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert