Fá rigningardagana endurgreidda

Reuters

Tvær franskar ferðaskrifstofur bjóða nú upp á góðviðristryggingu fyrir viðskiptavini sína. Þeir munu þannig fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan ef meira en fjórir rigningardagar eru í einni viku ferðarinnar. 

Gervihnattamyndir frönsku veðurstofunnar verða notaðar til að reikna út hversu mikla endurgreiðslu viðskiptavinir Pierre & Vacances og FranceLoc skulu fá. Endurgreiðslan mun því koma sjálfkrafa með ávísun nokkrum dögum eftir heimkomu, upp á allt að 400 evrur ef „veðurfar stendur ekki undir væntingum“ segir í tilkynningu frá ferðaskrifstofunum.

Maðurinn á bak við hugmyndin, Herv Kayser, sagði franska dagblaðinu Le Figaro að í könnun sem gerð var í fyrra hefði komið í ljós að einn af hverjum tíu sem leist vel á þessa tryggingu, hafði orðið fyrir nægilega mikilli rigningu í fríinu til að eiga rétt á endurgreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert