Rútufyrirtæki borgi Dönum til baka

Í rútu.
Í rútu. mbl.is

Samkeppnisráð Evrópusambandsins hefur skipað dönskum yfirvöldum að afturkalla 63,7 milljóna evra björgunarfé til rútufyrirtækisins Combus. Combus fékk fjárhagsaðstoðina frá danska ríkinu á árunum 1999 til 2001 til að liðka fyrir endurskipulagningu fyrirtækisins.

„Þessi aðstoð samræmist ekki reglum sameiginlega markaðarins og hana verður að endurheimta frá fyrirtækinu sem hagnaðist á henni,“  segir í yfirlýsingu frá ráðinu, sem er undir hatti framkvæmdastjórnar ESB.

Ákvörðun er tekin í kjölfar fyrirspurnar frá framkvæmdastjórninni um fjárhagsaðstoðina sem barst í mars 2005.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert