Obama: Ísraelar líti í eigin barm

Barack Obama Bandaríkjaforseti
Barack Obama Bandaríkjaforseti Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á sínum fyrsta fundi með fimmtán leiðtogum samtaka gyðinga í Hvíta húsinu í gær að hann teldi nauðsynlegt að Ísraelar litu gagnrýnum augum í eigin barm. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Obama sagði einnig að hann vildi aðstoða Ísraela við að leysa lýðfræðilegan vanda sinn með stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Sagði hann glugga tækifæra nú standa opinn  í friðarferli Ísraela og Palestínumanna og að hann hefði hug á að ræða málin á opinskáan og heiðarlegan hátt við Ísraela líkt og hann hafi gert er hann ávarpaði araba nýlega í ræðu sem hann hélt í háskólanum í Kaíró í Egyptalandi.

Obama kallaði Ísraela einnig sanna vini Bandaríkjanna en hann hefur sætt harðnandi gagnrýni meðal gyðinga að undanförnum vegna yfirlýstrar andstöðu sinnar við uppbyggingu landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert