Vændishús fyrir ólympíudrauminn

Nýsjálenski Tae kwon do kappinn Logan Campbell hefur sett upp vændishús til að fjármagna íþróttaþátttöku sína. Campbell þarf 200.000 dollara til að keppa á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Hann segir vændishúsið fullkomlega löglegt, og því sjá hann ekki að nokkuð sé að þessari fjármögnunarleið.

Foreldrar Campbell styrktu hann til þátttöku á Ólympíleikunum í Peking í fyrra, en hann vill ekki vera háður þeim í þetta skiptið.

Campbell var á meðal sextán efstu keppenda í Peking í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka