Bið eftir bóluefni löng

Einhverjir mánuðir gætu liðið þar til bóluefni verður til gegn …
Einhverjir mánuðir gætu liðið þar til bóluefni verður til gegn Svínaflensunni. Reuters

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hef­ur lýst yfir efa­semd­um gagn­vart áætl­un­um um að bólu­setja millj­ón­ir manna gegn svínaflens­unni enda verði bólu­efni ekki til fyrr en eft­ir nokkra mánuði. 

Marga­ret Chan, yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir bólu­efnið enn í þróun. „Það ætti að verða til eft­ir nokkra mánuði en það að eiga bólu­efni er ekki það sama og að eiga bólu­efni sem reyn­ist svo óhætt að nota. Öll rann­sókn­ar­gögn verða ekki til­bú­in fyrr en eft­ir 2-3 mánuði.“

Mörg lönd hafa viljað byrja að bólu­setja þá sem eru í mestri smit­hættu strax í næsta mánuði en óvíst er nú um þær áætlan­ir í kjöl­far orða Chan. 

Yf­ir­völd í Þýskalandi hafa lýst yfir áhuga á að panta um 25 millj­ón­ir skammta sem myndu nægja til að bólu­setja þriðjung þjóðar­inn­ar. Ástr­alir hafa þegar pantað 21 millj­ón skammta sem næg­ir til að bólu­setja alla þjóðina.

Um 429 hafa nú lát­ist af völd­um svínaflens­unn­ar um víða ver­öld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert