Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hyggst sækjast eftir embætti forseta Evrópusambandsins og hefur Glenys Kinnock, barónessa og Evrópumálaráðherra bresku stjórnarinnar, lýst yfir stuðningi bresku stjórnarinnar við framboð hans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Kinnock sagði á blaðamannafundi í Strasbourg í morgun að Blair hefði nógu sterkan persónuleika og nyti nægilega mikillar virðingar á alþjóðavettvangi til að takast á við starfið.
Áður hafa breskir ráðamenn neitað að tjá sig um hugsanlegt framboð Blair og bent á að Lissabonsáttmálinn hafi enn ekki verið samþykktur á Írlandi.