Blair forseti ESB?

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Tony Bla­ir, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst sækj­ast eft­ir embætti for­seta Evr­ópu­sam­bands­ins og hef­ur Glenys Kinnock, barónessa og Evr­ópu­málaráðherra bresku stjórn­ar­inn­ar, lýst yfir stuðningi bresku stjórn­ar­inn­ar við fram­boð hans. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Kinnock sagði á blaðamanna­fundi í Stras­bourg í morg­un að Bla­ir hefði nógu sterk­an per­sónu­leika og nyti nægi­lega mik­ill­ar virðing­ar á alþjóðavett­vangi til að tak­ast á við starfið.

Áður hafa bresk­ir ráðamenn neitað að tjá sig um hugs­an­legt fram­boð Bla­ir og bent á að Lissa­bon­sátt­mál­inn hafi enn ekki verið samþykkt­ur á Írlandi.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert