Leita að upplýsingum um niðursveifluna á netinu

AP

Yfir helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna hefur orðið illa úti í efnahagslægðinni og tveir þriðju hafa leitað á náðir netsins eftir upplýsingum um niðursveifluna, að því er fram kemur í nýrri könnun  Pew Internet og American Life Project.

Samkvæmt könnuninni hefur 52% íbúa Bandaríkjanna orðið fyrir talsverðu efnahagslegu áfalli í kreppunni, þar af hafa 35% horft upp á fjárfestingar sínar rýrna um helming. 27% hafa þurft að taka á sig launalækkun, misst aukagreiðslur eða þurft að minnka starfshlutfall sitt. Um 20% húsnæðiseigenda hefur orðið fyrir því að verðmæti fasteigna þeirra hefur rýrnað um helming. 14% höfðu misst vinnuna.

Könnunin leiddi í ljós að 69% þátttakenda hefðu farið á netið í leit að hjálp með persónuleg fjármál og til að fá upplýsingar um efnahagslægðina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert