Átök í Jerúsalem

Frá mótmælunum í Jerúsalem
Frá mótmælunum í Jerúsalem Reuters

Til átaka kom á milli lögreglu og bókstafstrúaðra gyðinga í hverfunum Mea Shearim og Bar-Ilan íJerúsalem í dag en mikil reiði ríkir meðal bókstafstrúaðra gyðinga í Ísrael vegna handtöku konu úr þeirra röðum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Tuttugu og átta voru handteknir í dag eftir að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælendurnir kveiktu m.a. í ruslatunnum en lögregla beitti hestum og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum. 

Fólkið var að mótmæla handtöku konu sem barnaverndaryfirvöld telja að hafi  svelt þriggja ára son sinn vísvitandi. Drengurinn er nú á sjúkrahúsi.

Reiði er einnig meðal bókstafstrúaðra gyðinga í Jerúsalem vegna opnunar almenningsgarðs í Gömlu borginni á laugardögum sem þeir álíta heilagan hvíldardag.

Lögreglumenn handtaka bókstafstrúarmann i Jerúsalem í dag
Lögreglumenn handtaka bókstafstrúarmann i Jerúsalem í dag Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert