Bongo í stað Bongo

Omar Bongo var syrgður opinberlega í mánuð í Gabon eftir …
Omar Bongo var syrgður opinberlega í mánuð í Gabon eftir andlát hans 8. júní síðastliðinn. Reuters

PDG-flokk­ur­inn í Ga­bon mun á sunnu­dag staðfesta að Ali Ben Bongo, son­ur Om­ars heit­ins Bongo fyrr­um for­seta, verði fram­bjóðandi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­um í Ga­bon í ág­úst.

Valið á Ali Bongo var til­kynnt í gær­kvöld en það þarf að staðfesta á þingi flokks­ins sem nú hef­ur í tvígang verið frestað. Það verður haldið á sunnu­dag.

Ali Bongo, sem er fimm­tug­ur, þótti lík­leg­ur arftaki föður hans allt frá því að til­kynnt var um frá­fall föður hans þann 8. júní síðastliðinn en ákvörðun­ar­ferlið gekk hægt enda var Omar Bongo syrgður op­in­ber­lega í mánuð eft­ir dauða hans.

Bongo var sá leiðtogi í Afr­íku sem hef­ur verið við völd - 41 ár.

Átta aðrir stjórn­mála­menn hafa lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram til for­seta, þar á meðal Paul Mba Abesso, aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert