PDG-flokkurinn í Gabon mun á sunnudag staðfesta að Ali Ben Bongo, sonur Omars heitins Bongo fyrrum forseta, verði frambjóðandi flokksins í forsetakosningum í Gabon í ágúst.
Valið á Ali Bongo var tilkynnt í gærkvöld en það þarf að staðfesta á þingi flokksins sem nú hefur í tvígang verið frestað. Það verður haldið á sunnudag.
Ali Bongo, sem er fimmtugur, þótti líklegur arftaki föður hans allt frá því að tilkynnt var um fráfall föður hans þann 8. júní síðastliðinn en ákvörðunarferlið gekk hægt enda var Omar Bongo syrgður opinberlega í mánuð eftir dauða hans.
Bongo var sá leiðtogi í Afríku sem hefur verið við völd - 41 ár.
Átta aðrir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram til forseta, þar á meðal Paul Mba Abesso, aðstoðarforsætisráðherra.