Óeirðir í Belfast þriðju nóttina í röð

Óeirðir brutust út í Ardoyne hverfinu í Belfast á Norður-Írlandi í nótt og er þetta þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist. Um eitt hundrað ungmenni komu saman í Brompton Park um 11 leytið í gærkvöld. Einhverjir köstuðu steinum, glerflöskum og bensínssprengjum að lögreglu. Tvö ungmenni voru handtekin eftir að hafa ráðist til atlögu gegn lögregluþjónum.

Átökin brutust út á mánudag eftir að  kaþólikkar reyndu að koma í veg fyrir göngur Óraníureglunnar á Norður-Írlandi sem ávallt fara fram þann 12. júlí ár hvert.

Í nótt var kveikt í bifreið í Balholm hverfinu en einn lögregluþjónn særðist í átökunum í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert