Benedikt páfi sextándi slasaðist lítillega á úlnlið þegar hann datt í fríi sínu í norðurhluta Ítalíu. Páfinn, sem er 82, ára, fór í skoðun í dag í alpabænum Aosta þar sem hann var deyfður lítillega og gert að sárum hans.
Úlnliðsmeiðslin voru fyrsta heilsuógnin sem steðjað hefur að hans heilagleika í þau fjögur ár sem hann hefur þjónað í embætti. Benedikt páfi messaði í morgun, snæddi þá morgunverð og brá sér þá á spítalann vegna meiðslanna.
„Þetta er ekkert alvarlegt - engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði talsmaður Vatíkansins faðir Federico Lombardi.