Úrgangur sendur ólöglega til Brasilíu

Frá tískuvikunnni í Sao Paulo í Brasilíu
Frá tískuvikunnni í Sao Paulo í Brasilíu REUTERS

Mik­il reiði rík­ir í Bras­il­íu eft­ir að 64 gám­ar með rúm­lega 1.400 tonn­um af eit­urúr­gangi frá Bretlandi fund­ust í höfn­inni í Santos í ná­grenni Sao Pau­lo og tveim­ur öðrum höfn­um í Rio Grand­edo Sul ríki í suður­hluta lands­ins. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Yf­ir­völd í Bras­il­íu segja úr­gang­inn hafa verið flutt­an ólög­lega til lands­ins en m.a. er um að ræða batte­rí, sprautu­nál­ar, smokka, beyj­ur og sjúkra­húsúr­gang. Þá segja bras­il­ísk­ir emb­ætt­is­menn yf­ir­völd þar í landi ekki ætla að sætta sig við það að Bras­il­ía verði gerð að ruslahaug heims­ins. 

Breska sendi­ráðið í land­inu seg­ir úr­gang­inn ekki hafa verið flutt­an til lands­ins með vitn­eskju breskra yf­ir­valda og að gripið verði til aðgerða vegna máls­ins.  

Það jók enn á reiði al­menn­ings í Bras­il­íu er greint var frá því að inni í ein­um gámn­um hafi fund­ist poki með óhrein­um leik­föng­um sem á hafi staðið, á portú­gölsku, að þvo þyrfti leik­föng­in áður en þau væru gef­in fá­tæk­um börn­um í Bras­il­íu. 

Tals­menn þeirra fimm fyr­ir­tækja sem gám­arn­ir voru send­ir til segja starfs­menn þeirra hafa verið blekkta og þeim sagt að um væri að ræða plast til end­ur­vinnslu. 

Verið er að rann­saka aðkomu tveggja breskra fyr­ir­tækja að mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka