Stal 10 milljörðum dala frá fjölskyldu eiginkonunnar

Þátttakendur í hajj hátíð múslima í nágrenni Mekka í Sádi-Arabíu.
Þátttakendur í hajj hátíð múslima í nágrenni Mekka í Sádi-Arabíu. AP

Málsókn gegn einum ríkasta athafnamanni Sádí Arabíu skekur nú landið. Er hann sakaður um að hafa stolið 10 milljörðum bandaríkjadala, nær 1.300 milljörðum króna, af fjölskyldu eiginkonu sinnar.

Er þetta eitt stærsta fjármálahneyksli sem komið hefur fram við Persaflóann í kjölfar efnahagskreppunnar. Samkvæmt heimildum AFP hefur félagið Algosaibi höfðað mál í New York, gegn milljarðamæringnum Sanea sem er sakaður um að hafa fleytt ofan af verkaðlýðsfélagagreiðslum starfsmanna síðustu fjögur árin.  

Sanea sem er giftur dóttur eins stofnanda félagsins var yfirmaður þeirrar deildar þar sem umrætt misferli er talið hafa átt upptök sín.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert