Netanyahu hafnar kröfum Bandaríkjamanna

Netanyahu kemur til ríkisstjórnarfundarins í dag.
Netanyahu kemur til ríkisstjórnarfundarins í dag. Reuters

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur hafnað kröfum Bandaríkjastjórnar um að hætt verði við fyrirhugaða byggingu íbúða fyrir gyðinga í austurhluta Jerúsalem. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Við getum ekki fallist á þá hugmyndafræði að gyðingar hafi ekki rétt til að byggja og kaupa eignir hvar sem er í  Jerúsalem," sagði hann á ríkisstjórnarfundi í dag. „Sameinuð Jerúsalem er höfuðborg gyðinga og Ísraelsríkis. Yfirráð okkar yfir henni eru óvéfengjanleg." 

Um er að ræða fyrirhugaða byggingu tuttugu íbúða í Austur-Jerúsalem sem Ísraelar náðu á sitt vald árið 1967.

Bandarískir embættismenn fóru formlega fram á það við sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum í  síðustu viku að hætt yrði við byggingu íbúðanna sem Palestínumenn segja til þess gerða að styrka kröfu Ísraela um yfirráð yfir austurhluta Jerúsalemborgar.

Bandarískir embættismenn hafa enn ekki tjáð sig um ummæli Netanyahu en Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, segir þau draga verulega úr líkum á því að hægt verði að endurvekja friðarferli þjóðanna. Þá segir hann yfirlýsingu Netanyahu sýna að stjórna hans sé algerlega ónæm fyrir áliti umheimsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert