Úrgangur fluttur aftur til Bretlands

Ruslahaugar í Karachi í Pakistan
Ruslahaugar í Karachi í Pakistan Reuters

Yfirvöld í Bretlandi vinna nú að því með yfirvöldum í Brasilíu að undirbúa flutning 1.400 tonn af útgangi, sem fluttur var ólöglega frá Bretlandi til Brasilíu, aftur til Bretlands. Málið hefur vakið mikla reiði í Brasilíu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Roberto Messias, yfirmaður brasilísku umhverfisstofnunarinnar Ibama, krafðist þess á laugardag að gámar með úrganginum, sem eru um nítíu talsins, verði sendir aftur til Bretlands og sagði Brasilíu ekki vera ruslahaug heimsins.

Liz Parks, sem hefur yfirumsjón með meðferð útgangs í Bretlandi, segir breska yfirvöld hafa fallist á þetta en að það geti þó tekið nokkrar vikur að koma flutningi efnisins í framkvæmd.

Yfirvöld í Bretlandi hafa hafið rannsókn á því hvernig úrgangurinn, sem m.a. er frá sjúkrahúsum en þó að mestu leyti heimilissorp, hafnaði í gámum í þremur höfnum í Brasilíu. Þá hafa þau lýst því yfir að hugsanlegt sé að mál verði höfðað á hendur þeim sem stóðu fyrir flutningi hans til Brasilíu.

Móttakendur gámanna í Brasilíu segjast hafa tekið við þeim á fölskum forsendum af endurvinnslufyrirtækjunum  Worldwide Biorecyclables og  UK Multiplas Recycling í Swindon í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka