Úrgangur fluttur aftur til Bretlands

Ruslahaugar í Karachi í Pakistan
Ruslahaugar í Karachi í Pakistan Reuters

Yf­ir­völd í Bretlandi vinna nú að því með yf­ir­völd­um í Bras­il­íu að und­ir­búa flutn­ing 1.400 tonn af út­gangi, sem flutt­ur var ólög­lega frá Bretlandi til Bras­il­íu, aft­ur til Bret­lands. Málið hef­ur vakið mikla reiði í Bras­il­íu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Roberto Messi­as, yf­ir­maður bras­il­ísku um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar Ibama, krafðist þess á laug­ar­dag að gám­ar með úr­gang­in­um, sem eru um ní­tíu tals­ins, verði send­ir aft­ur til Bret­lands og sagði Bras­il­íu ekki vera ruslahaug heims­ins.

Liz Parks, sem hef­ur yf­ir­um­sjón með meðferð út­gangs í Bretlandi, seg­ir breska yf­ir­völd hafa fall­ist á þetta en að það geti þó tekið nokkr­ar vik­ur að koma flutn­ingi efn­is­ins í fram­kvæmd.

Yf­ir­völd í Bretlandi hafa hafið rann­sókn á því hvernig úr­gang­ur­inn, sem m.a. er frá sjúkra­hús­um en þó að mestu leyti heim­il­iss­orp, hafnaði í gám­um í þrem­ur höfn­um í Bras­il­íu. Þá hafa þau lýst því yfir að hugs­an­legt sé að mál verði höfðað á hend­ur þeim sem stóðu fyr­ir flutn­ingi hans til Bras­il­íu.

Mót­tak­end­ur gámanna í Bras­il­íu segj­ast hafa tekið við þeim á fölsk­um for­send­um af end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­un­um  Worldwi­de Bi­or­ecycla­bles og  UK Multiplas Recycl­ing í Sw­indon í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert