Forsvarsmenn Finnair tilkynntu fyrr í dag að þeir myndu ekki fljúga með farþega sem væru smitaðir af svínaflensu (A/H1N1) eða grunaðir um að vera smitaðir af svínaflensu.
Væri þetta gert til að stofna ekki öðrum farþegum í hættu vegna smithættu. Mun læknir koma til með að skera úr um hvort fólki verði leyft að fljúga eða ekki. Hár hiti getur verið nóg til að fólki verði ekki hleypt um borð.
Hafa bæði British Ariways og Virgin Atlantic í Bretlandi gripið til sambærilegra aðgerða.
Hingað til hafa nálægt 150 manns smitast af svínaflensu í Finnlandi.